Ísland í 2. sæti á IDI vísitölunni

Nú í kjölfar World Economic Forum var almenna þróunarvísitalan (IDI) gefin út.

Ísland er þar í öðru sæti á eftir Noregi. Með tilliti til þess að við höfum ekki olíusjóð þá er þetta sönnun þess árangurs sem náðst hefur á síðustu árum. Háværar raddir hafa verið síðustu ár sem hafa verið duglegar að niðurtala þann árangur sem hefur náðst. Staða Íslands á þessari vísitölu er töluleg sönnun þess að fullyrðingar þeirra sem hafa sagt að allt sé ómögulegt hérna, er ekkert annað en hávært garg.