United Silicon gjaldþrota

Í dag endar greiðslustöðvun United Silicon og því allar líkur á því að félagið verði úrskurðað gjaldþrota.

Það kemur þó ekki á óvart. Stóra spurningin er þó hvað gerist í framhaldinu. Arion Banki er nú þegar búinn að tapa rúmlega 8 miljörðum á þessari fjárfestingu ásamt lífeyrissjóðunum. Verksmiðjan er uppsett og því spurning hvort það sé betra fyrir lífeyrissjóðina og bankann að setja meiri pening í félagið, klára endurbætur og gera fyrirtækið virkt á ný.

Annað í stöðunni er að selja eignirnar og reksturinn til erlendra aðila. Þeir koma með fjármagn inn í fyrirtækið, klára endurbæturnar og fá því fulltilbúna verksmiðju fyrir brot af raunkostnaði við að reisa hana.

Lærdómurinn af þessu máli fyrir lífeyrissjóðina er að fjárfesta ekki í áhættusömum mengandi iðnaði fyrir fjármuni sjóðsfélaga.