Fordæmisáhrif leikbanns Jóhanns

Nú hefur aganefnd dæmt Jóhann Birgi í eins leiks leikbann fyrir að lemja Svan, leikmann Fram í punginn að ástæðulausu.

Myndbandið af atvikinu má sjá á: http://www.ruv.is/frett/faer-eins-leiks-bann-fyrir-punghoggid

Þar sem hann er dæmdur í eins leiks bann þá hefur aganefnd heimild að dæma hann í bann út frá myndbandinu. Eftir situr spurningin, afhverju aðeins einn leikur? Til eru mörg hundruð dæmi að einstaklingar eru dæmdir í eins leiks bann fyrir töluvert vægari brot sem voru jafnvel óviljandi.

Í alvarlegri tilfellum sem koma fyrir aganefndina, hefur hún úrskurðað leikmann í 2-5 leikja bann. Það að Jóhann fái aðeins eins leiks bann gefur til kynna að aganefnd telji þetta vera brot, en ekki það alvarlegt.

Nú sést á myndbandinu að þetta er gert að ástæðulausu og viljandi. Hægt væri að skilgreina þetta atvik sem líkamsárás. Samt er refsingin aðeins einn leikur!!

Ég spyr því, hversu alvarlegt þarf svona atvik að vera til að viðkomandi aðili fái fleiri leiki en einn í bann? Er gerður munur á að berja í pung og andlit? Hver er fordæmisáhrifin af þessari ákvörðun? Er s.s. ekki alvarlegt að berja annan leikmann? Á öllum mínum ferli hef ég ekki hitt leikmann sem tekur eins leiks bann sem alvarlegum hlut.

Aganefnd þarf því að taka svona mál alvarlega og sýna það í verki að svona óíþróttamannsleg framkoma verður ekki liðin. Ef ég hefði verið í þessari nefnd hefði ég stungið upp á 4-6 leikja banni.