Aksturspeningar þingmanna

Síðustu daga hefur umræðan um aksturspeninga þingmanna verið hávær. Ásmundur Friðriksson er sá maður sem verst hefur komið út úr umræðunni, enda með 4.6m í styrk.

Mér finnst umræðan um þetta vera bæði mjög góð og á villigötum. Flest ummæli snúa að einstaka þingmönnum og siðferði þeirra. Önnur snúa að tilgangsleysi þess að vera keyra svona mikið um landið fyrir skattpeninga hins almenna borgara.

Það er eitt að gagnrýna reglurnar, sem mér finnst vera frábært, og annað að gagnrýna þingmenn sem fylgja reglunum. Það að kalla þingmenn sem fylgja þeim reglum sem settar eru, þjófa, siðleysingja o.fl. er ógeðslegt. Það góða þó við þetta er að nú er verið að endurskoða þetta kerfi, sem er gallað.

Eftir hrun hefur orðið mikil breyting á hugsunarhætti hluta landsmanna. Traustið sem glataðist í hruninu hefur ekki verið endurheimt. Fólk sér svik og spillingu í hverju horni. Ekki er nóg að fólk fylgi reglum í dag, heldur verða aðilar að fylgja líka siðareglum hvers og eins einstaklings sem gagnrýnir þá.

Þó einstaklingur sem býr í 107 eða 101 finnst ekki mikilvægt fyrir þingmann að keyra um sitt kjördæmi, þá þarf viðkomandi að geta sett sig í spor aðila sem býr út á landi.

Advertisements