Breyting á reglugerð um gististaði

Nú fyrir nokkrum dögum varð gerð breyting á reglugerð nr. 1277/2016. Með þessari breytingu er sú krafa að húsnæði þarf að vera á atvinnulóð eða á þjónustusvæði til þess að hægt sé að fá rekstrarleyfi fyrir útleigu til ferðamanna afnumin. Ljóst er að þessi krafa var gífurlega íþyngjandi þegar hún tók gildi árið 2016 og hefur sett rekstur mörg hundruð aðila í algjöra óvissu.

Read more

Landsréttarmálið og vantrauststillagan.

Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrir nokkru ákvað nefndin að stíga til hliðar og gefa umboðsmanni Alþingis tækifæri á að hefja frumkvæðisathugun á skipan dómara við Landsrétt. Í fyrradag tilkynnti umboðsmaður að hann telji ekki þörf á að hefja frumkvæðisathugun á málinu. Telur UA að flest allt hafi komið fram í dómum Hæstaréttar nr. 591/2017 og 592/2017 og því ekki þörf á frekari rannsókn málsins.

Read more

Fundarstjórn forseta og Píratar

Nú á Alþingi eru í gangi umræður um fundarstjórn forseta. Þar eru rædd ummæli Þórhildar Sunnu þingmanns Pírata, sem hún lét eftir sig hafa í Silfrinu í gær. Þar ásakaði hún Ásmund Friðriksson um refsiverðan verknað. Segist hún hafa rökstuddan grun um að hann hafi framið brot sem varðar við hegningarlög. Eins mikið og hún er núna að reyna segja að þetta sé ekkert alvarlegt og hún sé bara að biðja um rannsókn, þá er svona ásökun gífurlega alvarleg!

Read more

Þórdís Kolbrún í varaformann xD

Nú í mogganum í morgun greinir Þórdís Kolbrún frá því að hún muni bjóða sig fram til varaformennsku í Sjálfstæðisflokkinum.

Ef hún fær brautargengi í þessa stöðu þá væri það eitt það besta sem gæti komið fyrir Sjálfstæðisflokkinn á þessum tímamótum.

Ég mun mæta á landsfundinn og kjósa hana!

Leigubílar

Nú í dag birtist grein í Morgunblaðinu eftir Áslaugu Örnu þingmann. Greinin fjallaði um einokun á leigubílamarkaði. Ég er sammála hverju einasta orði sem hún skrifar. Það er nauðsynlegt og til hagsbóta fyrir neytendur að gera leigubílamarkaðinn frjálsan!

Hér fyrir neðan er greinin sem hún skrifaði:

Read more